Að nýta (ekki) hæfileika leikmanna

Nú er staðan þannig að Liverpool, mitt heittelskaða lið, situr í fallsæti eftir sjö deildarleiki og með aðeins eitt sigur í deildarleik, það var ósannfærandi sigur gegn nýliðum WBA. Byrjunin hefur því ekki verið sú sem maður vonaðist eftir hjá mínum mönnum, eftir sjö leiki þá gerði maður sér vonir um að vera í toppbaráttunni en þess í stað er liðið alveg á hinum enda töflunnar og auðvitað ekki félaginu til sóma.

Leikmenn og knattspyrnustjórinn hafa verið gagnrýndir og það með réttu. Það fer ekki á milli mála að leikmenn hafa spilað illa og sumir verr en aðrir. Persónulega hefur mér fundist Lucas, Poulsen, Glen Johnson og jafnvel Fernando Torres verið þeir leikmenn sem þurfa hvað mest að girða sig í brók. Kannski má túlka það þannig að leikmenn hafa ekki aðlagast leikstíl Roy Hodgson eða bara að leikkerfi hans henti hæfileikum þeirra ekki nóg.

Mér finnst margir leikmenn liðsinsannað hvort týnast í leikjum eða einfaldlega fá ekki að styðjast við sínar sterkustu hliðar. Mér finnst það sjást mjög vel í frammistöðum sóknarmannana. Menn eins og t.d. Kuyt, Torres, Maxi og Jovanovic nýtast bara einfaldlega ekki nægilega mikið þegar liðið situr svona aftarlega á vellinum. Mig langar að rýna alveg sérstaklega í það hvernig mér finnst Gerrard, Cole, Torres, Kuyt og Meireles ekki spila í þannig stöðu að hæfileikar þeirra nýtist sem best.

Gerrard hefur verið færður aftar á miðjuna og því hefur öfluga sóknardúóið sem innihélt hann og Torres í fremstu víglínu og skilaði fjölmörgum mörkum á síðustu leiktíðum. Nú er hann farinn í sína "upprunalegu" stöðu en hefur verið færður úr sinni bestu, sem er í sjálfu sér ekki nægilega gott og sérstaklega í ljósi þess að sá sem spilar oftast með honum á miðjunni, Poulsen, hefur bara ekki verið að skila sinni vinnu því þarf Gerrard að sinna hlutverkum alltof aftarlega á vellinum þó hann geri það með sóma þá á hann samt heima í frjálsara hlutverki framar á vellinum.

Kuyt hefur verið færður af kantinum og er núna notaður sem framherji við hlið Torres/Ngog. Það í sjálfu sér er alls ekki slæmt enda er hann góður í þessari stöðu líka en helsti ókosturinn við það er að þá er ekki nein almennileg vídd í leik liðsins nema þá frá Johnson í bakverðinum. Það er enginn leikmaður í liðinu jafn góður í að spila þarna á hægri vængnum og kannski væri alls ekki verra að hafa hann þar.

Torres er kannski í rauninni í sinni eigin stöðu, sem fremsti maður og aðalnúmerið í sókninni. Málið er bara að hann er í raun alltof einangraður og of aftarlega á vellinum til að valda einhverjum almennilegum skaða á vallarhelmingi andstæðinganna. Það eru að mínu mati fáir framherjar í heiminum jafn öflugir í skyndisóknum og Fernando Torres en þegar hann er einn sem kærir í skyndisóknirnar ásamt kannski tveimur í viðbót á móti þá fimm varnarmönnum eða fleirum. Það einfaldlega gengur bara ekki upp og alls ekkert óeðlilegt ef að hann verður pirraður útf þessu - ég verð það allavega.meireles-blackpool

Meireles er klárlega okkar næst besti miðjumaður á eftir Gerrard. Það er kraftur í honum, hann er hreyfanlegur, gefur góðar sendingar og með flott auga fyrir spili - svo af hverju í anskotanum hann er stilltur upp á hægri vængnum og í rauninni ekki sem hægri kantmaður heldur "wide midfielder" sem er greinilega með leyfi til að spila út um allan völl, líkt og tölfræðin á sendingum hans frá leiknum gegn Blackpool sýnir þá fer hann allt frá hægri hlið miðjunnar og niður í vinstri bakvörðinn. Það er eiginlega ekkert skiljanlegt í hlutverki hans í liðinu. Hann á að vera að mínu mati á miðri miðjunni við hlið Gerrard eða fyrir aftan Gerrard sem væri þá framarlega með Torres.

Svo er það með Joe nokkurn Cole, leikmann sem ég gjörsamlega táraðist yfir þegar ég sá að hann hafði samið við Liverpool í sumar. Hins vegar þá hefur hann eiginlega ekki náð að heilla mig eins og ég hafði vonast eftir. Hann sýnir flotta takta inn á milli en svona stabílt þá er hann ekki alltaf nógu sýnilegur og ég held að það segi nokkuð að hann virðist ekki vera í fastri stöðu á vellinum heldur er hann eins og Meireles bara á vinstri vængnum. Hann þarf að koma of aftarlega á völlinn og nær kannski ekki alltaf að valda nægilega miklum ursla með menn alltof aftarlega og fjarri markteig anstæðinganna. Hann getur vel nýst á vinstri vængnum og með fremsta manni - en til að hann fúnkeri best þá þarf að komast taktur á liðið en hann hefur ekki verið til staðar í haust. Menn virðast spila einstaklingsbolta og falla einfaldlega engan veginn undir eitthvað sem kemst í nálægð við að kallast leikskipulag.

Rafa náði því besta úr mönnum eins og Gerrard, Torres, Kuyt, Johnson og fleirum en Roy virðist ekki vera að ná því, svo að mínu mati verður hann að kyngja stolti sínu, horfa til tíma Rafa og sjá hvað var að ganga upp. Fara úr sínu "comfort zone" og taka áhættu í leikskipulaginu. Ætli hann sér að halda starfinu þá vilja stuðningsmenn Liverpool, og ég þar á meðal, fara að sjá almennilegan fótbolta. Væri liðið í þessari stöðu en eini munurinn væri sá að liðið hefði spilað ágætis bolta þá hefði það nú verið eitt en lélegur bolti, leiðinlegur leikstíll og ömurlegur árangur - það er ekki ásættanlegt.

Ég nenni ekki að horfa upp á fleiri leiðindarleiki frá mínum mönnum en ég mun þó aldrei hætta viljandi að horfa á liðið. Ég held alltaf í vonina að Liverpool rífi sig upp af rassgatinu.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Iss, ekki vorkenni ég þér nú mikið eða öðrum púlurum. Mitt lið Leeds hefur ferðast alla leið til andskotans á undanförnum árum, þ.e. frá því að vera besta lið Bretlands niður í að rétt sleppa við að falla í fjórðu deild fyrir tveimur árum. Nú eru þeir um miðja aðra deild og virðast ekki líklegir til að verða ofar en það í vor.

Svo ert þú að væla?

Hólímólí (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Ólafur Haukur Tómasson
Ólafur Haukur Tómasson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband