Johnson á vænginn?

Á sumum Liverpool spjallborðum, hérlendis og úti, þá hafa menn lengi velt fyrir sér hvort það hefði eitthvað upp á sig að færa hægri bakvörðinn Glen Johnson framar á völlinn og nota hann sem hægri kantmann. Skella svo ungstirninu Martin Kelly í hægri bakvörðinn og jafnvel breyta yfir í 4-4-2 kerfi.

Nú hefur fyrrum leikmaður Liverpool John Aldridge slegist í þennan hóp en hann lítur þannig á að Roy Hodgson ætti að prófa þett: Setja Kelly í bakvörðinn, Johnson á kantinn, Joe Cole á vinstri kantinum, Gerrard og Meireles á miðjunni og Kuyt við hlið Torres, og telur hann þetta geta orðið sigurformúluna sem liðinu virðist vanta.

Fyrir mitt leyti þá væri nú alveg vert að prófa þetta og það eru ýmsar ástæður fyrir því að það slíkar breytingar eru mikilvægar. Vörnin er að fá á sig alltof mikið af mörkum sem koma eftir fyrirgjafir af kantinum og í mörgum tilfellum hefur Johnson verið út á þekju, ýmist illa staðsettur eða missir menn framhjá sér. Þó hann sé kannski ekki besti varnarmaðurinn í bransanum þá á hann þó að gera mikið, mikið betur. Nú er Kelly sterkari varnarlega heldur en Johnson og því gæti verið áhugavert að prófa Kelly í þessari stöðu og reyna að fyrirbyggja þessi ódýru mörk.

Það er eitthvað sem virðist vanta Johnson þessa dagana og það hefur ekkert að gera með það að hann sé ekki góður eða eitthvað þannig bull. Í fyrra voru hlaup hans fram völlinn nær ávallt hættuleg, hann stóð sig fínt í varnarleiknum og var í heildina séð góður. Nú virðist hann hins vegar ekki finna sig svona framarlega á vellinum og er alltof mistækur í varnarleiknum, kannski er það vegna nýs leikskipulags eða einfaldlega bara hugarfars ástæður.

Ég myndi helst vilja að Johnson taki sig saman og verði öflugur í bakverðinum aftur en ég er þó ekkert annað en opinn fyrir því að prófa Kelly í stöðunni, hvort sem að það myndi þýða að Johnson færi á bekkinn eða framar á völlinn. Hann þarf bara að fá að vita að hann er ekki ósnertanlegur í þessu liði og það eru strákar að bíða spólgraðir eftir tækifæri á að sanna sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Ólafur Haukur Tómasson
Ólafur Haukur Tómasson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband