Þriðjudagur, 28. september 2010
Spennandi stjóri
Þegar leiðir Rafa Benítez og Liverpool lágu ekki lengur saman í vor og öll umfjöllunin um hver gæti tekið við taumunum hjá liði Liverpool, sem var og er að spila langt undir getu, þá var hann nokkuð ofarlega á mínum óskalista.
Það voru nokkur nöfn sem að þóttu líklegri en önnur; ungir erlendir stjórar á borð við Deschamps og Frank Riikjard, fyrrum stjóri Barcelona og núverandi stjóri Galatasaray, einnig sem að reyndari þjálfarar á borð við Martin O'Neill, Guus Hiddink, Manuel Pellegrini og svo auðvitað Roy Hodgson voru líklegastir til að taka við. Það var líka umræðan um að Kenny Dalglish myndi taka við og hann sjálfur vildi það, persónulega hefði ég kosið frekar að fá hann þegar félagið væri búið að rétta úr kútnum ef hann á annað borð kæmi - hversu mikið "draumascenario" hefði það nú verið að sá stjóri sem vann síðast Englandsmeistaratitil með Liverpool kæmi 20 árum seinna og gerði það aftur?!
Ég var spenntastur fyrir þessum yngri og módernískari stjórum eins og þá einmitt Deschamps, Riikjard og jafnvel Pellegrini. Ég hef mikið álit á hinum sem að einnig voru taldir líklegir og hafði alltaf langað að sjá hvernig Hodgson tækist að höndla stórlið eftir að hafa gert frábæra hluti með Fulham. Ég held þó að hann sé aðeins fundinn sem tímabundin lausn í stöðuna, þrjú ár kannski í mesta lagi og mætti jafnvel líta á kaup hans þannig að þetta eru leikmenn sem að eiga margir kannski nokkur ár eftir í toppbolta enda komnir flestir yfir eða í kringum þrítugt.
Ég vildi sjá Liverpool ráða inn ungan og upprennandi stjóra. Einhvern sem að horfir 10-15 ár fram í tímann, getur fjárfest í ungum og góðum leikmönnum, reynt að byggja upp og þróa stíl leikmanna í Akademíunni að sínum leikstíl og þar fram eftir götunum. Langtímahugsun fyrir félagið, kannski tekur fimm ár fyrir félagið að komast aftur nálægt Englandsmeistaratitlinum en maður vill að sá sem er í brúnni núna horfi þá önnur fimm ár fram í tímann og reynir að byggja upp lið sem verður þá við toppinn alltaf eftir að uppbyggingunni er að ljúka.
Engu að síður hef ég trú á Roy, þessa stundina allavega en hlutirnir þurfa þó að fara að skána til muna, og ef að hann nær tilsettum árangri og skilar liðinu aftur að toppnum þá vonandi verður hann lengi hjá Liverpool og byggi áfram á þeim árangri sem næst. Ef ekki, þá þarf Liverpool að fá ungt og spennandi blóð í brúnna.
Deschamps ræddi við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Linkar
Hér eru nokkrar síður sem ég sé um að skrifa á.
- Sparkid.net Fréttasíða um knattspyrnu
- LFCICE Stuðningsmanna síða fyrir Liverpool
- Liverpool.is Opinber heimasíða Liverpool klúbbsins á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.