Fimmtudagur, 11. mars 2010
Það má nú ekki gerast
Að fá leikmann eins og Joe Cole á frjálsri sölu yrðu alltaf frábær kaup. Þrátt fyrir að hafa ekki náð að festa sig í sessi hjá Chelsea undanfarið þá leyna hæfileikar þessa leikmanns sér ekki. Það er því engin furða að Manchester United, Liverpool, Tottenham og líklega fleiri lið séu með hann í sigtinu ákveði hann að framlengja ekki við Chelsea.
Það yrði nú virkilega slæmt ef að Joe Cole færi til Manchester United á frjálsri sölu og vona ég svo innilega að það muni ekki gerast. Það yrði draumur að fá hann til Liverpool í sumar enda kæmi hann til með að styrkja sóknarleik Liverpool gífurlega.
Liverpool vantar góða enska leikmenn og þegar leikmaður á borð við Cole gæti verið í boði fyrir engan pening, fyrir utan líklega háar launakröfur, þá er það algjör dauðasynd að gera ekki allt sem í sínu valdi stendur til að fá hann í sínar raðir. Þar sem ekki þarf að greiða kaupfé til annars lið fyrir hann þá mætti alveg auka í peningana sem þarf í launin hans. Félagið þyrfti að gera allt í sínu valdi stendur til að missa ekki annan frían enskan leikmann renna sér úr greipum, sbr. Owen síðast liðið sumar.
Auðvitað gæti mögulegur missir Liverpool af Meistaradeildarsæti verið mikill akkílelesarhæll þegar kæmi að því að berjast við hin liðin um hann en nái Liverpool sætinu þá ættu þetta að vera forgangskaup hjá Rafa Benítez og Purslow.
Þar sem peningar virðast vera af skornum skammti til leikmannakaupa hjá Liverpool þá gæti liðið gert góð kaup í mörgum leikmönnum sem verða samningslausir í sumar. Meðal þeirra eru Joe Cole, Marouane Chamakh, William Gallas, Fran Merida, Martin Petrov og Milan Jovanovic, sem ætti að skrifa undir hjá Liverpool í sumar. Allir þessir leikmenn gætu komið með reynslu og/eða aukin gæði í leikmannahóp liðsins. Það þyrfti ekki að borga fyrir þá og því gæti það sparað liðinu þó nokkrar milljónir í leikmannakaup og kanski þyrfti Rafa ekki að selja tvo leikmenn til að kaupa einn eins og hefur tíðkast á síðustu árum.
Verð afar ósáttur muni ég sjá Cole klæðast Man Utd treyju eftir sumarið ef að Liverpool hefði ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lokka hann til sín!
![]() |
Joe Cole til Man. Utd í sumar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Linkar
Hér eru nokkrar síður sem ég sé um að skrifa á.
- Sparkid.net Fréttasíða um knattspyrnu
- LFCICE Stuðningsmanna síða fyrir Liverpool
- Liverpool.is Opinber heimasíða Liverpool klúbbsins á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að Rafa þarf alltaf að selja tvo til að kaupa einn þá er hann að gera slæm viðskipti, kemur allavega ekki vel út á nettó hliðinni...
http://transferleague.co.uk/
Frá 2004-2009 hefur Liverpool eytt rúmum 18 millum að meðaltali á hverju seasoni í leikmenn og þá eru söluverð leikmanna látin ganga upp í kaupverðin á nýjum leikmönnum. Þessi tala er 24 millur hjá Chelsea, 5 millur hjá United og -4 hjá Arsenal. Wenger bara í gróða hehe, selur meira en hann kaupir fyrir hvert season.
Jon (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 03:12
Liverpool vantar ekki nýja leikmenn. Liverpool vantar stjóra sem getur gert lið úr þeim öflugu leikmönnum sem þetta félag hefur nú þegar.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 12.3.2010 kl. 09:07
Já ég er orðinn sammála því Eðvarð að Liverpool þurfi nýtt blóð til að vinna með þennan leikmannahóp. Þetta er flottur hópur og góðir leikmenn í öllum stöðum en því miður er Rafa ekki að ná hópnum á það level sem hann á að spila á. Auðveldast yrði auðvitað að skipta um stjóra heldur en að selja fjölmarga leikmenn sem hafa spilað undir getu í vetur.
Ólafur Haukur Tómasson, 12.3.2010 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.