Færsluflokkur: Enski boltinn

Hvar er þetta að klikka?

Það eru aðeins nokkrar vikur síðan maður beið eftir því að Liverpool myndi taka á móti Arsenal í fyrsta deildarleik sumarsins. Þá var maður, satt að segja með gífurlega trú á sínu liði, knattspyrnustjóranum, leikmönnum og gat alveg séð fram á að langþráð eigendaskipti myndu eiga sér stað hjá félaginu. Hins vegar hefur næstum því ekkert sem ég var svona spenntur og bjartsýnn á gengið upp; liðið er við botn deildarinnar, dottið út í Deildarbikarnum en í ágætis málum í Evrópudeildinni, í augnablikinu allavega.
 
Ég hafði mikla trú á liðinu og þeim árangri sem stefnt var að ná í vetur, satt að segja bjóst ég ekkert við Englandsmeistaratitlinum eða titilbaráttu í það minnsta en ég sá alveg fyrir mér að liðið myndi berjast með kjafti og klóm um Meistaradeildarsætið sem það henti frá sér í fyrra. Je minn, hvað maður saknar þess. Það að spila á sunnudögum/mánudögum og fimmtudögum lang mestan hluta tímabilsins er bara ekki það sem ég hef áhuga á að sjá Liverpool gera og finnst þessir dagar ömurlegir til að horfa á fótbolta!
 
Í dag situr Liverpool í sextánda sæti deildarinnar með sex stig úr jafn mörgum leikjum, með sex mörk skoruð og níu fengin á sig, sem sagt þrjú mörk í mínus og einu stigi frá fallsæti – eki það að þetta gefi einhverja sýn á hvernig deildin muni koma til með að enda. En maður tekur eftir einni stórri samsæriskenningu þegar maður horfir á stöðu Liverpool í deildinni:
 
16. Liverpool 6 1 3 2 6:9 6
 
Skoðum svo feitletruðu stafina. 6-6-6! Lygilega margar sexur þarna og eins og einhverjir kannski vita þá er 666 tákn djöfulsins! Það er alveg klárt m´l að það er eitthvað gruggugt við þetta og jafnvel mætti halda að Lúsífer sjálfur sé að verki við að brjóta niður Liverpool. Ja hérna, hér!?
 
Nei, þetta var nú bara svona aðeins út fyrir efnið en svo maður haldi nú áfram með það sem skiptir máli:
 
Staða Liverpool er ekki góð og liðið hefur bara verið svo langt, langt frá því að vera sannfærandi og flestir leikmenn liðsins eru bara gjörólíkir sjálfum sér. Af hverju það er þá hefur maður, líkt og flestir aðrir, sínar kenningar á því hvað er að klikka og hvar veiku hlekkirnir eru.
 
Ég lít þannig á að Roy Hodgson hafi komið með nýjar hugmyndir, nýja stefnu og öðruvísi leikstíl en forveri hans, Rafa Benítez, byggði upp með. Kannski hefði hann getað reynt að notst við sömu hugmyndir og Rafa en ég ber mikla virðingu fyrir því að hann virðist frekar kjósa sínar stefnur og hugmyndir, hvort þær aftur á móti gangi upp og skili árangri verður að koma í ljós en við fyrstu sín þá gera þær það ekki.
 
Samanborið við fyrstu leikina núna og fyrstu leikina í fyrra þá finnst mér ég sjá stóran mun á leikstíl Liverpool. Núna er liðið að verjast óþægilega aftarlega á vellinum, leggur upp á að loka miðjusvæðinu sem þar af leiðandi opnar vængina og sér maður afraksturinn af því núna þegar langflest mörk sem liðið fær á sig koma eftir fyrirgjafir. Tengingin á milli miðju og sóknar er ótrúlega dauf, sem er í raun alveg ótrúlegt þar sem að Liverpool á gífurlega flotta menn sem geta byrjað sóknir út frá miðjunni, ber þá alveg hæst að nefna Meireles, Gerrard og Joe Cole. Það er slæmt, mjög slæmt. Kannski er það vegna þess að Gerrard spilar of oftarlega á vellinum eða bara eitthvað allt annað en það er allavega stórt vandamál sem þarf að laga.
 
Í fyrra, og árin þar áður, pressaði liðið út um allan völl, vörðust ofar á vellinum og tengingin á milli miðju og sóknar var í heildina séð betri, kannski vegna þess að Gerrard spilaði framar, liðið spilaði ofar á vellinum eða þar fram eftir götunum. Sá leikstíll virðist hafa hentað flestum leikmönnum liðsins betur, kannski smellur þetta saman þegar nýjir leikmenn aðlagast samherjum sínum og gömlu leikmennirnir aðlagast nýja leiksskipulaginu.
 
Ég held að ein helsta ástæðan fyrir þessari taktískuklemmu sem að leikmenn og stjóri virðast ströggla með gæti verið sú ástæða að Roy kjósi frekar að spila 4-4-2 kerfi en hafi kannski ekki þá týpur leikmanna sem að hann vill til að kerfið gangi upp og hann hafi ekki fengið nægilega mikinn pening til að bæta í þær stöður sem að í þyrfti til að það hefði skilð árangri, kannski vantar honum öðruvísi kantmenn og/eða annan framherja sem að hefur leikstíl sem helst í hendur við leik Torres. Persónulega væri ég til í að sjá Ngog oftar uppi á topp með Torres enda strákurinn tekið miklum framförum í sumar; líkamlegar, getulega og andlegarbætingar.
 
Helstu ástæður fyrir því geta verið vegn skorts á pening frá stjórn og eigendum til leikmannakaupa en eins og flestir vita þá hefur oft komið fyrir að peningur sem fæst fyrir selda leikmenn hafi ekki skilað sér aftur til knattspyrnustjórans, hvorki Roy né Rafa. Liverpool hefur lengi verið með mjög ódýrt lið og er núna ef ég man rétt fimmt dýrasta liðið í deildinni en það kostar ef ég man rétt rétt tæpar 130 milljónir punda. Kannski er ekki óraunhæft ef við gerum okkur því von um fimmta sætið í vetur þar sem að það eru allavega fjögur lið í deildinni sem hafa mun dýrari leikmannahópa en Liverpool. Svo með fullri virðingu fyrir þeim leikmönnum sem hafa komið á miðjuna hjá Liverpool til að fylla í skarð manna eins og Javier Mascherano og Xabi Alonso plús svo Aquilani sem kostaði sautján milljónir punda, en þeir tveir voru metnir á 20-30 milljónir punda hvor og þeir sem koma í staðinn hafa kostað tæpar fimm milljónir punda og annar ellefu. Báðir góðir leikmenn en eins góðir og þeir sem fyrir voru? Nei, því get ég ekki trúað. Kannski þar sem að þetta virðist vera stefnan, leikmenn seldir dýrt en ekki allur peningurinn fenginn aftur til leikmannakaupa svo það er kannski ekki skrítið að Liverpool hrapi svona niður töfluna, því gæðin og kostnaðurinn í leikmnnahópnum virðist vera fallandi. Síðustu ár hfa leikmnnakaup Liverpool komið út á sléttu, fyrir lið sem er að reyna að klífa aftur upp á toppinn þá er þetta ekki leiðin til árangurs.
 
Alonso var seldur á þrjátíu milljónir og aðrir leikmenn lík seldir fyrir næstum þrjátíu milljónir samtals ef ég man rétt. Engu að síður kom Liverpool út á sléttu yfir sumarið eða í mínus og hvergi voru peningarnir fyrir Alonso sjáanlegir. Sama má segja um peningana sem fengust aftur fyrir Robbie Keane og þeim kollegum Andrea Dossena og Andriy Voronin, sem hefði átt ð vera sex milljónir punda, það gæti verið kostnaður fyrir einhvern ungan “hot prospect” eða fínan “squad player”. Ef að þessi peningur skilar sér ekki þá er ekki skrítið að Liverpool sé ekki í betri málum. Kannski hafa þeir keypt vitlaust, Roy og Rafa, eða þeir hafa einfaldlega ekki bara haft úr meiru að moða.
 
Mig langar svo að vitna í mjög góð orð frá hinum eldrauða Phil Thompson sem hann lét flakka eftir Sunderland leikinn þegar þeir voru að rýna í leikinn á Sky sjónvarpsstöðinni. Einn samstarfsmður hans sagði, er þeir ræddu um eigendur Liverpool, að “eigendurnir hafi ekki sent liðið út á völlinn.” Það fór illa í Thompson sem að svaraði mjög vel:

Jeff, whatever you say about Rafa Benitez, the last 15 months, since last Summers transfer window, we’re in profit, we shouldn’t be in profit we should be spending money.
When you dont spend money, you get £50million in for Alonso and Mascherano and you bring in 2 players for £11million and £4million where are you going to end up finishing Jeff? We still have good players but we are lowering and lowering the standards all the time because of the owners, and I know what you are saying but it’s quality in players which that brings about.

Hve satt er þetta hjá honum? Hann hefur svo mikið til síns máls. Liverpool á ekki að vera á sléttu í leikmannakaupum og hvað þá plús, Liverpool á að vera að eyða pening til að styrkja sig. Ekki selja leikmenn til að geta keypt aðra og græða svo ekkert á því. Ef að Liverpool ætlar að ná árangri þá þarf þetta að lagast.
 
Ég ber mikla virðingu fyrir Roy og hef álit á honum en hins vegar, ef ekki tekst að rétta út skútunni, þá fer ég að missa trú á honum. Ef að eftir aðeins nokkrar viku sem knattspyrnustjóri Liverpool og strax eru stuðningsmenn farnir að missa trú á störfum hans og liðinu þá fer maður að spyrja sig spurninga. Var Roy kannski besti kosturinn í stöðunni?
 
Að mínu mati mjög góður stjóri sem hefur náð góðum árangri og nánast sérfræðingur í að stjórna liðum sem þurfa stöðugleika og eru í basli. Hann gerði slakt lið Fulham að sterku Úrvalsdeildarliði en virðist eiga í basli með að gera stórlið Liverpool að enn stærra og betra liði. Gífurleg pressa og erfiðir tímar en ætli hann sé rétti maðurinn í starfið? Ég er alls ekki farinn að afskrifa hann en eins og ég hef áður sagt þá var hann ekki minn fyrsti kostur, en það var ekki Kenny Dalglish heldur – hann var meira bara svona draumórastjóri, ég vildi fá ungan, módernískan stjóra – það er Roy kannski ekki. Hann hins vegar er mögulega að horfa fram á 3-5 ár í mesta lagi sem stjóri Liverpool, ég vildi stjóra sem væri að horfa á 10-15+ ár með liðið, horfir til framtíðar, fær unga en góða menn í liðið og byggir upp ungt og öflugt lið sem líklegt er til afreka um ókomin ár. Hins vegar virðast kaup Roy gefa í skyn að hann sé kannski bara ”tímabundin” lausn í stöðunni og fær kannski leikmenn til sín sem líklega verða farnir eftir tvö tímabil eða svo. Ég er þó mjög hrifinn af þeirri ákvörðun hans að vera ekki að kaupa bara til að kaupa og fyll upp í heimamannakvótann. 21 leikmaður í aðalliðinu af 25 mögulegum og það gefur því mörgum ungum og efnilegum leikmönnum liðsins von og tækifæri. Efniviðurinn er til stiðar hjá Liverpool en kannski er Roy bara ekki nógu nýtískulegur til að ná því besta fram úr þessari nýju kynslóð leikmanna.
 
Hljómar kannski eins og uppgjöf á Roy en það er það aldeilis ekki. Ég hef trú á því enn að hann nái að rífa Liverpool upp töfluna, kannski þarf hann bara að aðlagast nýjum tímum betur eða leikmenn að aðlagast öðruvísi leikstíl Roy.
 
Þar sem ég stórefa að margir nenni að lesa þetta allt og ég gæti skrifað mikið, mikið meira hérna; til dæmis um stöðu Daniel Agger í liðinu, ungu leikmennina o.fl en ég bara stoppa hérna og bæti hinu við seinna eða skrifa um það seinna. Ahh, hvað það er gott að blása svona út stundum!

Um mig

Ólafur Haukur Tómasson
Ólafur Haukur Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband