Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 12. mars 2010
Það er ég því miður ekki..
Ég því miður get ekki séð hvað Rafa tekur gott úr þessum leik, ekki eru úrslitin góð og ekki var heildarframmistaða liðsins góð. Spilamennskan var jú betri en gegn Wigan, enda hefði hún varla getað verið verri, hún var samt hvergi nálægt því að teljast ásættanleg - hvað þá góð.
Við Rafa sjáum hlutina kanski í allt öðru ljósi en ekki sé ég þessi jákvæðu viðbrögð sem leikmennirnir áttu að hafa verið að sýna. Það var einn leikmaður sem spilaði mjög vel í þessum leik að mínu mati en það var Javier Mascherano og Babel var lang hættulegasti leikmaður liðsins en tekinn út af snemma í leiknum.
Gerrard poppaði inn og út úr leiknum, en hann var ekki oft með hugann við leikinn að mér fannst - líkt og Fernando Torres sem var alveg úti á þekju, sífellt tuðandi og rífandi kjaft. Það er ekki séns að það séu þessi jákvæðu viðbrög sem Rafa sá hjá leikmönnum .. eða hvað?
Lille eru fínasta lið og erfiðir heim að sækja en á góðum degi ætti Liverpool að taka þetta lið. Hins vegar eins kraftlaust og aumingjalegt þetta lið spilar núna þá er Lille líklegra liðið til að komast áfram.
Það yrði þó aldrei að liðið myndi stíga sinn leik upp á fimmtudaginn og koma sér í gegn en það gerist ekki með þessu attitude-i og þessari spilamennsku sem liðið hefur sýnt upp á síðkastið.
Mér finnst það algjör dauðasynd hjá liðinu hve engin barátta og vilji virðist vera í liðinu. Þó að Liverpool hafi ekki spilað fallegasta eða áhrifaríkasta fótboltan á síðustu árum þá hefur maður yfirleitt alltaf blóðbragðið og þessi 'Liverpool-barátta' réð ríkjum. Þetta hefur hins vegar ekki einkennt liðið á þessari leiktíð.
Miðað við hvernig þessir leikmenn spila og haga sér þá eru margir þeirra sem eiga ekki skilið að klæðast treyju Liverpool á næstu leiktíð ef þeir hafa ekki löngun í að rífa liðið upp úr þessu svaði!
Benítez: Er bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Það má nú ekki gerast
Að fá leikmann eins og Joe Cole á frjálsri sölu yrðu alltaf frábær kaup. Þrátt fyrir að hafa ekki náð að festa sig í sessi hjá Chelsea undanfarið þá leyna hæfileikar þessa leikmanns sér ekki. Það er því engin furða að Manchester United, Liverpool, Tottenham og líklega fleiri lið séu með hann í sigtinu ákveði hann að framlengja ekki við Chelsea.
Það yrði nú virkilega slæmt ef að Joe Cole færi til Manchester United á frjálsri sölu og vona ég svo innilega að það muni ekki gerast. Það yrði draumur að fá hann til Liverpool í sumar enda kæmi hann til með að styrkja sóknarleik Liverpool gífurlega.
Liverpool vantar góða enska leikmenn og þegar leikmaður á borð við Cole gæti verið í boði fyrir engan pening, fyrir utan líklega háar launakröfur, þá er það algjör dauðasynd að gera ekki allt sem í sínu valdi stendur til að fá hann í sínar raðir. Þar sem ekki þarf að greiða kaupfé til annars lið fyrir hann þá mætti alveg auka í peningana sem þarf í launin hans. Félagið þyrfti að gera allt í sínu valdi stendur til að missa ekki annan frían enskan leikmann renna sér úr greipum, sbr. Owen síðast liðið sumar.
Auðvitað gæti mögulegur missir Liverpool af Meistaradeildarsæti verið mikill akkílelesarhæll þegar kæmi að því að berjast við hin liðin um hann en nái Liverpool sætinu þá ættu þetta að vera forgangskaup hjá Rafa Benítez og Purslow.
Þar sem peningar virðast vera af skornum skammti til leikmannakaupa hjá Liverpool þá gæti liðið gert góð kaup í mörgum leikmönnum sem verða samningslausir í sumar. Meðal þeirra eru Joe Cole, Marouane Chamakh, William Gallas, Fran Merida, Martin Petrov og Milan Jovanovic, sem ætti að skrifa undir hjá Liverpool í sumar. Allir þessir leikmenn gætu komið með reynslu og/eða aukin gæði í leikmannahóp liðsins. Það þyrfti ekki að borga fyrir þá og því gæti það sparað liðinu þó nokkrar milljónir í leikmannakaup og kanski þyrfti Rafa ekki að selja tvo leikmenn til að kaupa einn eins og hefur tíðkast á síðustu árum.
Verð afar ósáttur muni ég sjá Cole klæðast Man Utd treyju eftir sumarið ef að Liverpool hefði ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lokka hann til sín!
Joe Cole til Man. Utd í sumar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 27. desember 2009
Sigur var það
Það er nú ljóta ástandið þegar maður verður næstum alltaf jafn gáttaður að renna yfir íþróttafréttirnar og sjá það að liðið manns hefur unnið, fyrir rúmlega hálfu ári síðan þá þekkti maður næstum ekkert annað og nú virðist maður vera búinn að gleyma því hvernig tilfinningin að vinna er.
Liðið hefur ekki unnið tvo deildarleiki í röð síðan liðið lagði Hull af velli með 6-1 stórsigri í lok ágúst! Svo tölfræðilega séð er maður alls ekki vongóður fyrir útileikinn gegn feykisterku Aston Villa liði, en þrátt fyrir að leikurinn í gær hafi ekki verið sannfærandi þá hef ég trú á því að liðið mætti tvíeflt í leikinn gegn Villa og vonandi endi árið á sigurbraut. Það yði nú afar vel þegið að fara inn í nýtt ár á sigurbraut og vonin um að enda í topp fjórum fær nýtt líf.
Liverpool lagði Wolves, 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Linkar
Hér eru nokkrar síður sem ég sé um að skrifa á.
- Sparkid.net Fréttasíða um knattspyrnu
- LFCICE Stuðningsmanna síða fyrir Liverpool
- Liverpool.is Opinber heimasíða Liverpool klúbbsins á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar